top of page
Svikaskáld

Svikaskáld er sex kvenna ljóðakollektív

Saman hafa þær gefið út eina skáldsögu og fjögur
ljóðverk 


Ég er það sem ég sef (2024)
Olía (2021)
Nú sker ég netin mín (2019)

Ég er fagnaðarsöngur (2018)
Ég er ekki að rétta upp hönd (2017)

 

Mynd Saga Sig

Þórdís Helgadóttir er rithöfundur og leikskáld. Hún er menntuð í heimspeki, ritstjórn og ritlist við Háskóla Íslands, Rutgers-háskóla í New Jersey og Háskólann í Bologna. Smásagnasafn hennar Keisaramörgæsir (2018) hlaut lofsamlega dóma og leikverkið Þensla var sýnt í Borgarleikhúsinu leikárið 2018-2019. Þórdís er leikskáld Borgarleikhússins 2019-2020.

Þórdís.jpeg
wNceSMAA.jpeg

Þóra Hjörleifsdóttir er rithöfundur. Hún er með meistaragráðu í ritlist. Fyrsta skáldsaga hennar, Kvika, kom út hjá Forlaginu í byrjun árs 2019 og vakti mikla athygli fyrir bæði stíl og efnistök. Kvika fékk frábæra dóma og komst strax á metsölulista. Þóra hefur skrifað ljóð sem hafa birst í bókum Svikaskálda og á Starafugli. 

Sunna Dís Másdóttir er rithöfundur, bókmenntagagnrýnandi og leiðbeinandi í ritlist. Hún er menntuð í ritlist, ensku og menningarmiðlun. Hún er formaður verðlaunanefndar Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Sunna hefur birt ljóð á Starafugli sem og í bókum Svikaskálda.

Sunna.jpeg
BjC6D-Tg.jpeg

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir er rithöfundur og sviðslistakona. Hún hefur samið og unnið að leiksýningum, gjörningum og innsetningum hérlendis og erlendis. Ritverk hennar og ljóð hennar hafa birst í ýmsum útgáfum og heyrst í útvarpi. Ljóðabók hennar Sítrónur og náttmyrkur kom út haustið 2019.

Melkorka Ólafsdóttir er tónlistarkona og starfar í Hörpu sem dagskrárstjóri tónlistar. Hún hefur skrifað ljóð frá barnsaldri og gefið út tvö ljóðahefti; Unglingsljóð (2000) og Ástarljóð (2004). Auk þess hafa ljóð eftir hana birst á Starafugli og í bókum Svikaskálda. Melkorka lauk mastersnámi í ritlist frá HÍ vorið 2018. Fyrsta ljóðabók hennar í fullri, Hérna eru fjöllin blá kom út haustið 2019.

FWRJ4AUw.jpeg
skvísan.jpeg

Fríða Ísberg er rithöfundur. Bækur hennar eru ljóðverkin Slitförin (2017) og Leðurjakkaveður (2019) og smásagna-safnið Kláði (2018). Verk Fríðu hafa birst í ýmsum útgáfum hérlendis og erlendis, og hún skrifar af og til rýni fyrir breska bókmenntatímaritið The Times Literary Supplement. 

Myndir Saga Sig

bottom of page